Nýr landgræðslustjóri boðin velkomin til starfa

| .

Árni Bragason er nýr Landgræðslustjóri.  Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað hann í embættið til fimm ára í stað Sveins Runólfssonar. Árni hefur frá árinu 2010 starfað sem forstjóri Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, Nordgen í Svíþjóð eins og lesa má um á vefsíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Um leið og Landssamtök sauðfjárbænda bjóða Árna velkomin til starfa þakka þau Sveini vel unnin störf og gifturíkt samstarf til áratuga.

Samstarf bænda og Landgræðslunnar er mikið og gott og hefur verið í gegnum árin. Alls hafa um 35 þúsund hektarar lands hafa verið græddir upp síðasta aldarfjórðung í verkefninu Bændur græða landið og um 300 þúsund hektarar hafa verið verndaðir í gegnum gæðastýringunaf frá árinu 2003. 

Framundan eru fjölmörg áhugaverð verkefni þar sem leiðir sauðfjárbænda og Landgræslunnar munu liggja saman, t.d. sérstakt verkefni í kortlagningu gróðurauðlindarinnar þegar nýir búvörusamningar taka gildi, en í þeim eru teknar til hliðar 300 milljónir króna til þessa. Þótt frumkvæðið komi frá bændum hefur verkefnið m.a. verið þróað í samvinnu við Landgræðsluna og umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Auk þessa má svo nefna sérstakt samstarfsverkefni bænda og stjórnvalda vegna kortlagningar kolefnisfótspors, aukna áherslu á lífræna ræktun, beitarskóga, o.fl. sem lýtur að grænum áherslum í sauðfjárrækt og landbúnaði almennt.

Forystumenn LS hittu umhverfisráðherra

| .

Formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda hittu umhverfisráðherra í morgun til að ræða leiðir að kortlagningu gróðurauðlinda í samræmi við ákvæði í nýjum sauðfjársamningi. Til stendur að verja 30 milljónum króna á ári til þessa verkefnis í samvinnu við helstu stofnanir sem að málunum koma.

 

Tilraunaverkefni um beitarskóga gengur vel

| .

Vel gengur með tilraunaverkefni Guðríðar Baldvinsdóttur skógfræðings og sauðfjárbónda í Kelduhverfi sem rannsakar áhrif beitar á skóg. Verkefnið er hluti af framhaldsnámi hennar við Landbúnaðarháskóla Íslands og hlaut styrk af þróunarfé sauðfjárræktarinnar.

Mynd: Svavar Halldórsson

Í viðtali í nýjasta tölublaði Bændablaðsins segir hún m.a. „Mig hefur alltaf dreymt um að farið yrði í að samræma þessar tvær aðferðir, sauðfjárbúskap og skógrækt.“ Viðtalið í heild má lesa hér: http://www.bbl.is/folk/kannar-saudfjarbeit-i-raektudum-ungskogi/15482/

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar