Samþykktir aðalfundar

Written by Sigurður Eyþórsson | .

Hér að neðan má lesa samþykktir aðalfundar LS sem lauk á föstudag.  Þetta eru allar ályktanir sem fundurinn samþykkti, en ekki mál sem vísað var til stjórnar. Alls voru samþykktar 24 ályktanir. Sú ítarlegasta varðar samningsmarkmið nýs sauðfjársamnings, en einnig eru samþykktir um landnýtingarþátt gæðastýringar, örmerkjavæðingu, rannsóknir og fleira.  Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Stjórnarkjör á aðalfundi

Written by Sigurður Eyþórsson | .

Aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda lauk á föstudag.  Þórarinn Ingi Pétursson var endurkjörinn formaður samtakanna til næstu tveggja ára.  Einnig var kosið um stjórnarmenn í Vesturhólfi og Norðvesturhólfi og voru þau Þórhildur Þorsteinsdóttir og Atli Már Traustason sömuleiðis endurkjörin til næstu tveggja ára. Aðrir stjórnarmenn voru eru þau Oddný Steina Valsdóttir og Böðvar Baldursson, en ekki var kosið um þau nú. Í varastjórn voru kjörinir þeir Ólafur Þorsteinn Gunnarsson, Birgir Arason og Jón Eyjólfsson.  

Fulltrúar á Búnaðarþing voru kjörin þau Þórarinn Ingi Pétursson, Oddný Steina Valsdóttir og Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ.  Fanney Ólöf Lárusdóttir sem starfað hefur sem búnaðarþingsfulltrúi síðastliðin þrjú kjörtímabil gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Oddný kjörin í hennar stað, en Þórarinn og Sindri voru endurkjörnir.  Til vara voru kjörnir þeir Jóhann Pétur Ágústsson, Aðalsteinn Jónsson og Sigvaldi H. Ragnarsson. Þá var einnig samþykkt að halda aðalfund 2016 dagana 7.-8. apríl á næsta ári.  Árshátíð verður því föstudaginn 8. apríl 2016.

Eftir aðalfund var haldin fagráðstefna um beitarstjórnun og sníkjudýravarnir í sauðfjárrækt.  Þeir sem misstu af henni, geta séð vefupptöku hér.  Í lok ráðstefnunnar voru hrútaverðlaun sæðingastöðvanna afhent. Saumur 12-915 var útnefndur besti lambafaðirinn en Steri 07-855 besti alhliða kynbótahrúturinn. Um kvöldið var síðan árshátíð sauðfjárbænda í Súlnasal. Laugardaginn 28. mars var rúningskeppnin "Gullnu klippurnar" haldin í annað sinn samvinnu við KEX hostel á Skúlagötu.  Niðurstaðan varð að Julio Cesar Gutierrez frá Hávarsstöðum í Leirársveit varði titilinn sem hann vann í fyrra. Í öðru sæti varð Foulty Bush frá Bretlandi og í þriðja sæti Hafliði Sævarsson frá Fossárdal í Berufirði. Dómarar voru þeir Torfi Bergsson og Gavin Stevens, alþjóðadómari frá Englandi.

Samfélagsleg þýðing sauðfjárrræktar

Written by Sigurður Eyþórsson | .

Nú stendur yfir kynning á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda á skýrslunni "Samfélagsleg þýðing sauðfjárræktar" sem unnin var af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri.  Þar er farið yfir byggðalega þýðingu greinarinnar, verðmætasköpun og fjöldamargt fleira.  Hér að neðan er hægt að lesa samantekt úr skýrslunni og einnig nálgast hana í heild.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar