Sala á kindakjöti eykst - Gleðilegt sumar!

| .

Samkvæmt nýjustu tölum um framleiðslu og sölu helstu búvara er kindakjöt enn í sókn. Söluaukning síðasta árið er 7,9%, frá lokum mars að telja. Ef litið er til fyrsta ársfjórðungs þessa árs   er aukningin 22,8%.Til samanburðar jókst sala á alifuglakjöti á sama tímabili um 6,8%, nautakjötssala um 1,7% og svínakjötssala 4,6%. Hrossakjötssala dróst hins vegar saman um 6% á fyrsta ársfjórðungi. Útflutningur er ekki inni í þessum tölum. Söluaukning kindakjöts í janúar, febrúar og mars gefur vísbendingu um að 2015 geti orðið gott ár fyrir sauðfjárbændur. Gleðilegt sumar!

Kynningarfundir um nýjan Fjárvís

| .

Næstu daga verður framhald á kynningarfundum um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, fjarvis.is.
Á fundunum verða kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu á kerfinu við uppfærslu í lok mars. Fundirnir verða sem hér segir:

Mánudaginn 13. apríl – Blönduósi (sal búnaðarsambandsins) kl: 14:00.
Mánudaginn 13. apríl – Gauksmýri, V-Húnavatnssýslu kl: 20:00.
Miðvikudaginn 15. apríl – Ýdölum, Aðaldal kl: 13:00.
Miðvikudaginn 15. apríl – Svalbarði, Þistilfirði kl: 20:00.
Fimmtudaginn 16. apríl – Búgarði, Akureyri kl: 13:00.
Fimmtudaginn 16. apríl – Tjarnarbæ, Skagafirði kl: 20:00.
Föstudaginn 17. apríl – Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum kl: 14:00.
Föstudaginn 17. apríl – Mánagarði, Nesjum, Hornafirði kl: 20:00.
Mánudaginn 20. apríl – Hótel Rjúkanda, Snæfellsnesi kl: 13:00.
Mánudaginn 20. apríl – Hvanneyri (húsnæði LbhÍ) kl: 20:00.
Þriðjudaginn 21. apríl – Leifsbúð, Búðardal kl: 14:00.
Þriðjudaginn 28. apríl – Holti, Önundarfirði kl: 14:00.

Sjá nánar á rml.is

Skrifstofa LS

| .

Skrifstofa Landssamtaka sauðfjárbænda og Markaðsráðs kindakjöts er lokuð þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra og hann tekið til starfa. 

Fylgst er með tölvupósti til samtakanna, en að öðru leiti er bent á stjórn þeirra.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar