Miklar framfarir í gerð.

Written by Sigurður Eyþórsson | .

Athygli er vakin á því að búið er að reikna nýtt kynbótamat með hliðsjón af niðurstöðum skýrsluhalds 2013.  Matið er aðgengilegt í Fjárvís en á vef RML er m.a. hægt að skoða uppfært mat sæðingarhrútanna sem voru á stöð í vetur.

Á vef RML má einnig skoða erfðaframfarir í stofninum í heild sl. 20 ár. Miklar framfarir hafa náðst í öllum eiginleikunum fjórum sem metnir eru þ.e. gerð, fitu, mjólkurlagni og frjósemi.  Stórstígustu breytingarnar eru í gerðinni en þar hefur matið hækkað um rúm 16% þessa síðustu tvo áratugi.  Slíkt er verulegt þegar tekið er tillit til þess að hér er verið að meta alla skýrslufærða hrúta í landinu.

Frestur vegna sauðamjólkurverkefnis

Written by Sigurður Eyþórsson | .

Athygli er vakin á því að frestur til að óska eftir þátttöku í sauðamjólkurverkefni LS, RML og Matís rennur út þann 17. apríl næstkomandi (þ.e. á skírdag).  Auglýst var eftir þátttakendum í Bændablaðinu 20. mars sl. Tilgangur verkefninsins er að hvetja til aukinnar sauðamjólkurframleiðslu og stuðla að auknu framboði afurða úr henni.

Gert er ráð fyrir að þeir sem valdir verða til þáttöku fái aðgang að ráðgjöf frá samstarfsaðilum LS um framleiðsluhætti og/eða vöruþróun.

Ef þú ert sauðfjárbóndi sem hefur áhuga á að taka þátt í þessu þá ertu beðinn að senda umsókn þess efnis til Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík, ekki síðar en 17. apríl næstkomandi. Í umsókn þarf að koma fram hvað þú áætlar að geta mjólkað margar ær, hvenær þú áætlar að mjaltir geti hafist og hvort þú hefur áhuga á að leggja mjólkina inn eða vinna úr henni sjálf/ur. Einnig þarf að koma fram hvort að þú hefur nú þegar aðstöðu til mjalta eða hvort að fjárfestinga er þörf til að koma henni upp.

Ennfremur er bent á grein Árna B. Bragasonar hjá RML um efnið sem birtist í Bændablaðinu 20. mars.

Breytt stefna um ásetningshlutfall

Written by Sigurður Eyþórsson | .

 

Aðalfundur LS breytti um stefnu varðandi ásetningshlutfall frá samþykkt aðalfundar 2013.  Á þeim fundi var samþykkt að stefna skyldi að því að ásetningshlutfall hækkaði í þremur áföngum upp í 0,75.  Í samræmi við það gerði framkvæmdanefnd búvörusamninga tillögu að hækkun í 0,65 á síðasta ári, sem ráðherra tók svo undir.  En í ár samþykkti fundurinn að hverfa frá fyrri stefnu og ályktunin nú hljóðar svo:

"Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2014 leggur til að ásetningshlutfall verði 0,65 árið 2015 og út sauðfjársamninginn."

Nokkuð var deilt um málið á fundinum eins og sjá má hér í umfjöllun Bændablaðsins. 

 

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar