Samstarfsaðilar lambakjötsins skora hátt

| .

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er fjallað um lista yfir bestu veitingastaði á Norðurlöndum í nýrri útgáfu af The White Guide Nordic. Fimmtán íslenskri veitingastaðir komast á þennan lista sem formlega verður gefinn út um mánaðamótin. Sjö þeirra eru samstarfsaðilar Markaðsráðs kindakjöts og setja íslenskt lambakjöt í öndvegi.

Alls er búið að gera um 60 samstarfssamninga við framleiðendur, smásala og veitingastaði í verkefninu sem hófst með formlegum hætti fyrir tæpu ári. Verkefnið er hugsað til nokkurra ára en árangurinn það sem af er lofar mjög góðu. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni Icelandiclamb.is og á Facebook. Það er fagnaðarefni að íslenskir veitingastaðir og samstarfsaðilar íslenskra bænda og lambakjötsins hljóti slíka alþjóðlega viðurkenningu.

Meðferð matvælanna var ábótavant í brúðkaupsveislu. Íslenskt lambakjöt er hreint og heilnæmt.

| .

Í nýjasta tölublaði Farsóttarfrétta sem Landlæknisembættið gefur út er fjallað um matareitrun í brúðkaupsveislu í Sandgerði í júlí í fyrra. Maturinn var lagaður á veitingahúsi í Reykjavík og fluttur á staðinn. Þetta var gert með ófullnægjandi hætti að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, að því er fram kemur í Farsóttarfréttum. Fram kemur einnig að líklega hafi gestir veikst við neyslu á lambakjöti. Ekki voru þó tekin nein sýni úr lambakjötinu sem staðfesta þetta.

Öll sláturhús og kjötvinnslur á Íslandi eru háð starfsleyfi og eru undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar, að sögn Sigurborgar Daðadóttur yfirdýralæknis. Tekin eru regluleg sýni og dýralæknir er ávallt viðstaddur slátrun til þess að fylgjast með því að farið sé að heilbrigðisreglum. Þannig sé hver einasti dilkur undir eftirliti. 

Miðað við málavöxtu í Sandgerðisveislunni bendir ekkert til þess að kjötið hafi verið í ólagi þegar það barst veitingamanninum en hins vegar sé orsaka matareitrunarinnar að leita í ófullnægjandi umgengni og vinnubrögðum starfsfólks veitingahússins við eldun eða flutning.

Seinni partinn í dag áréttaði Landlæknisembættið í frétt á heimasíðu sinni að ekki sé tilefni til að álykta að annað lambakjöt, en það sem fór í gegnum umrætt veitingafyrirtæki, innihaldi eiturefni. Hér má lesa tilkynningu embættisins.

Íslenska lambakjötið er því eins hreint og heilnæmt og talið hefur verið, en vert er að minna alla sem vinna með mat á að gæta ávallt fyllsta hreinlætis við meðhöndlun á matvælum. Bent er á gagnlegan bækling um hollustuhætti matvæla sem finna má á heimasíðu Matvælastofnunar eða með því að smella á myndina hér að neðan. 

Forystufé eftir Ásgeir Jónsson frá Gotorp endurútgefin

| .

Bókin Forystufé eftir Ásgeir frá Gottorp er nú komin út í annarri útgáfu. Þar eru raktar ýmsar hetjusögur af forystufé sem draga fram ótrúlega vitsmuni og náttúrugreind þessarar dularfullu skepnu. Bókin er í sama broti og frumútgáfan en 468 síður og prentuð í fjórlit en að auki fylgir markgskonar ítarefni og bókarauki.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar