Leiðrétting og samantekt

Written by Sigurður Eyþórsson | .

Sláturfélag Suðurlands hefur gefið út leiðrétta verðskrá.  Ekki er um verðbreytingu að ræða heldur leyndust villur í fyrri verðskrá.  Hér að neðan er búið að taka saman verðin sem birst hafa og reikna meðalverð. Í töflunni eru tenglar í verðskrárnar sjálfar.

2014 Lömb Annað Samtals
KS/SKVH       600 kr.       175 kr.    569,16 kr.
Norðlenska       599 kr.       175 kr.    568,46 kr.
SV       599 kr.       175 kr.    568,16 kr.
SS       598 kr.       174 kr.    567,81 kr.
SAH       598 kr.       176 kr.    567,41 kr.
Fjallalamb       590 kr.       183 kr.    560,73 kr.
       
Landsmeðaltal       599 kr.       175 kr.    567,98 kr.

Meðalverðið er landsmeðaltal fyrir vikur 34-45. Vægi einstakra vikna í verðinu byggir á sláturmagni og kjötmati á landinu öllu í sömu vikum haustið 2013.  Vægi afurðastöðva í landsmeðaltali er síðan eftir hlutdeild þeirra í slátrun á tímabilinu í heild. Heildarverð byggir sömuleiðis á vægi lambakjöts annarsvegar og kindakjöts hinsvegar í heildarslátrun á tímabilinu í heild. Raunverð sem einstakar afurðastöðvar greiða er síðan breytilegt, enda er niðurstaða kjötmats hjá hverri fyrir sig ekki sú sama og landsmeðaltalið, né heldur sláturmagn í einstökum vikum.  Af sömu ástæðum raunverð sem einstakir bændur fá líka breytilegt.  Allir bændur eru hvattir til að reikna út afurðaverð skv. forsendum þeirra bús.

Mat á ástandi beitilanda

Written by Sigurður Eyþórsson | .

Haustin eru góður tími til þess að meta ástand beitarlanda. Þá er hægt að meta hvaða áhrif sumarbeitin, og eftir atvikum beit liðinna ára, hefur haft á beitarlandið. Þrír bæklingar sem Landgræðslan hefur gefið út geta komið að notum í þessu sambandi. Þetta eru Sauðfjárhagar, Hrossahagar og Fróðleiksmolar um hrossabeit.

Sjá nánar hér á vef Landgræðslunnar.

 

Álagstafla

Written by Sigurður Eyþórsson | .

Sláturtíð er nú að hefjast og allir sláturleyfishafar hafa gefið út verðskrár.  Eins og fram hefur komið hér á síðunni er meðalverð þeirra áþekkt.  Hinsvegar getur verið kostur á mismunandi álagi á innlegg í einstökum sláturvikum, ef menn hafa svigrúm til þess að haga slátrun eftir því.  Hér að neðan er yfirlit um álagsgreiðslur í einstökum vikum bæði á lömb og einnig á annað kindakjöt þar sem það á við.  Núna er vika 35.  Fjallalamb og SV slátra fram í viku 43, en aðrir fram í viku 44, fyrir utan SS sem slátrar eitt afurðastöðva í viku 45.

Álag á lambakjöt                        
  33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45
FJL X X X X 30 kr 15 kr 0% 0% 0% 0% 0% X X
KS X X X X 8% 6% 4% 0% 0% 0% 0% 0% X
NL X X X 12% 8% 6% 4% 0% 0% 0% 0% 0% X
SAH X X X 12% 8% 6% 3% 0% 0% 0% 0% 0% X
SKVH 140 kr 100 kr 60 kr 10% 8% 6% 4% 0% 0% 0% 0% 0% X
SS X 13% 11% 9% 7% 5% 3% 1% 0% 0% 0% 0% 8%
SV X X X 11% 8% 6% 3% 0% 0% 0% 0% X X
                           
X = Slátrun ekki hafin eða henni lokið                
Álag er reiknað sem hlutfall af grunnverði eða kr/kg ofan á grunnverð  
Álag SKVH í vikum 33-35 reiknast ofan á verð í viku 36, en ekki grunnverðið
SAH greiðir 5% álag á allt lambakjöt af lífrænt ræktuðum gripum    
                           
Álag á annað kindakjöt                      
  33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45
SAH X X X 6% 6% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% X
SS X 0% 0% 0% 4% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0%
                           
X = Slátrun ekki hafin eða henni lokið                
Afurðastöðvum sem ekki greiða neitt álag á annnað kindakjöt er sleppt.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar