Muna að skila haustskýrslum fyrir 12. desember

| .

Frestur til að skila haustskýrslum rennur út þann 12. desember eða á mánudaginn í næstu viku. Samkvæmt uppl´syingum frá Matvælastofnun verðu ekki veittur frekari frestur á skilum. Allir búfjáreigendur geta með auðveldum hætti gengið frá haustskýrslu í Bústofni. Aðgangur að Bústofni fæst með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og Íslykli. 

Skrá haustskýrslu

Þeir sem þurfa á aðstoð að halda er bent á að hafa samband við dýraeftirlitsmenn MAST í síma 530-4800 eða í gegnum mast@mast.is. Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir í gegnum Bústofn stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), fyrir þá þjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá RML. Hér fyrir neaðn eru nokkrar fréttir frá MAST um málið.

Athygli er einnig vakin á því að sauðfjárbændur í gæðastýringu þurfa að skila skýrsluhaldinu (haustbók) fyrir 31. desember í samræmi við 9. gr. reglugerðar um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.

Svæðisbundinn stuðningur endurskilgreindur

| .

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur auglýst tillögur um nýja útfærslu á byggðatengdum stuðningi í samræmi við nýjan búvörusamning. Eftir breytinguna verður miðað við fjarlægð frá næsta þéttbýlisstað en ekki mörk sveitarfélaga eins og nú er. Hugmyndin er sú að stuðningurinn komi til góða sauðfjárbændum á þeim landsvæðum sem háðust eru sauðfjárrækt.

Útfærslan er í höndum Byggðastofnunar sem vann tillögur fyrir ráðuneytið. Núverandi stuðningur á býli er á milli 173.553 kr. og 267.830 kr. á ári en verður eftir breytinguna á milli 234.875 og 293.594 Framlög til svæðisbundins stuðnings hækka árið 2018 og verða greiðslur á býli milli 344.009 kr. og 430.012 kr.

 Í tillögunum er gert ráð fyrir að framleiðendur sem uppfylla öll neðangreind skilyrði eigi rétt á svæðisbundnum stuðningi:

  1. Búi á lögbýli sem er í 40 km akstursfjarlægð eða lengra frá þéttbýlisstað sem er með yfir 1.000 íbúa.
  2. Búi á lögbýli sem er í 75 km akstursfjarlægð eða lengra frá þéttbýlisstað sem er með yfir 10.000 íbúa.
  3. Búi lögbýli sem er í 150 km akstursfjarlægð eða lengra frá Reykjavík.

Áfram munu gilda sérstakar reglur um  framleiðendur í Árneshreppi en þeir munu fá 25% álag á svæðisbundinn stuðning fyrir 100 ær eða fleiri samkvæmt forðagæsluskýrslu frá síðasta hausti.

Hér má lesa nánar um tillögurnar á vef ráðuneytisins. 

Hér má skoða kort Byggðastofnunar um dreifingu sauðfjárbúa. 

Nýr bondi.is í loftið

| .

Bændasamtökin hafa sett í loftið nýjan og uppfærðan vef á slóðinni www.bondi.is Vefurinn er allur léttari og aðgengilegri en sá gamli og hannaður með tilliti til snjalltækjanotkunar. Á honum er ekki jafn mikið efni og var á eldri vefnum en það er þó allt áfram aðgengilegt á slóðinni www.old.bondi.is. Vinna við yfirhalningu á www.saudfe.is er að fara í gang og horft verður til reynslunnar af nýjum vef Bændasamtakanna í því verkefni. Landssamtök sauðfjárbænda óska Bændasamtökunum til hamingju með nýja vefinn. Hægt er að skoða hann með því að smella á myndina.

Aukabúnaðarþing í dag

| .

Aukabúnaðarþing hófst í dag í Reykjavík. Hluti fundarmanna tekur þátt í gegnum fjarfundarbúnað frá Akureyri. Aðalumræðuefni þingsins er breytingar á samþykktum Bændasamtakanna vegna innheimtu félagsgjalda. Á fundi með formönnum og framkvæmdastjórum búgreinafélaga og búnaðarsambanda á dögunum var ákveðið að fara þessa leið. Aðalfulltrúar Landssamtaka sauðfjárbænda á þinginu eru Þórarinn Ingi Pétursson, Oddný Steina Valsdóttir og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Þau eru öll mætt til þingsins en varamenn þeirra eru Sigurður þór Guðmundsson, Guðrún Ragna Einarsdóttir og Jóhann Pétur Ágústsson. Gert er ráð fyrir því að þinginu ljúki seinni partinn í dag. 

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar