Stuðningur við aðlögun að lífrænum framleiðsluháttum
Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum vegna stuðnings við aðlögun að lífrænum framleiðsluháttum.
Umsóknafrestur er til 15. maí.
Hér má nálgast allar upplýsingar
Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum vegna stuðnings við aðlögun að lífrænum framleiðsluháttum.
Umsóknafrestur er til 15. maí.
Hér má nálgast allar upplýsingar
Helstu niðurstöður frá aðalfundi eru komnar inn á vefinn. Fundargerð er enn í vinnslu og kemur inn síðar.
Fundargögn má skoða hér.
Fjölmargar tillögur voru samþykktar á fundinum og er hægt að nálgast þær hér.
Kosið var um stjórnarmenn í Norðaustur- og Suðurhólfi. Báðir stjórnarmenn fengu endurkjör. Þeir eru í Norðausturhólfi: Böðvar Baldursson og í Suðurhólfi: Trausti Hjálmarsson. Í varstjórn voru kosnir Einar Guðmann Örnólfsson, Sigurður Þór Guðmundsson og Erlendur Ingvarsson.
Kosið var um tvo fulltrúa á Búnaðarþing en formaður, Oddný Steina Valsdóttir, er sjálfkjörinn. Núverandi Búnaðarþingsfulltrúar hlutu endurkjör. Þeir eru: Þórarinn Ingi Pétursson og Jóhann Ragnarsson. Varamenn eru Sigurður Þór Guðmundsson og Þórhildur Þorsteinsdóttir.
Nú eru komnar sölutölur fyrir febrúar 2018. Ef horft er á heildar kjötsölu yfir 12 mánuði er aukning um 5,9% yfir allar kjöttegundir. Kindakjöt er með 5,7% aukningu og er með 25,1 % hlutdeild af markaðnum. Við erum að sjá öfluga sölu á innanlandsmarkaði síðustu mánuði.
Svona leit kjötborðið út hjá Krónunni í Mosfellsbæ 26. mars.
Aðalfundur LS verður haldinn dagana 5-6. apríl í Bændahöllinni við Hagatorg. Árshátíð LS verður haldin föstudagskvöldið 6. apríl. Uppselt er á árshátíðina en tekið á móti miðapöntunum á biðlista.
Hér má sjá dagskrá aðalfundar: