Umsögn um búvörusamninga

| .

Stjórnvöld og bændur undirrituðu nýja búvörusamninga þann 19. febrúar 2016. Þar á meðal samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar og rammasamning fyrir landbúnaðinn í heild. Landssamtök sauðfjárbænda hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum o.fl., en það er bandormsfrumvarp vegna nýrra búvörusamninga.

Umsögnin í heild fer hér á eftir.

Sauðfé fækkað um nær 40% með tilheyrandi stórminnkun beitarálags

| .

Í forsíðugrein nýjasta tölublaðs Bændablaðsins er farið yfir þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslenskum bústofni síðustu áratugi hvað varðar fjölda dýra. Lesa má fréttina í heild sinni hér: Sauðfé hefur fækkað um nær 40% með tilheyrandi stórminnkun beitarálags. Vetrarfóðruðu sauðfé hefur fækkað um 307 þúsund segir blaðið og vitnar til tölfræði frá Matvælastofnun. „Það þýðir að dregið hefur stórlega úr beitarálagi samfara aukinni uppgræðslu og aukningu gróðurþekju af völdum hlýnunar loftslags“ segir í fréttinni.

Gæðastýring: Námskeið 20. júní

| .

Matvælastofnun heldur undirbúningsnámskeið fyrir þá sem hyggjast sækja um aðild að gæðastýringu í sauðfjárrækt að Hvanneyri 20. júní n.k. kl. 10:00 – 17:00. Tilkynna þarf þátttöku til fyrir 14. júní í síma 530-4800 eða með tölvupósti á netfangið mast@mast.is. Námskeiðið er frítt en veitingar ekki innifaldar. Matvælastofnun áskilur sér rétt til að hætta við námskeiðið ef ekki fæst næg þátttaka. Næsta gæðastýringarnámskeið er áætlað í nóvember. Gerð er krafa um að þeir sem eru í gæðastýringunni hafi sótt slíkt námskeið en efni þess er eftirfarandi:

  • Farið yfir lagalegan grundvöll gæðastýringar og stjórnsýslu tengdri gæðastýrðri sauðfjárrækt
  • Farið er ítarlega yfir reglugerð 1160/2013 með síðari breytingum um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu þar sem áhersla er lögð á að skýra alla liði reglugerðarinnar fyrir þátttakendum
  • Fjallað um landýtingu og landbótaáætlanir
  • Farið yfir reglugerð 916/2012 um merkingar búfjár
  • Farið yfir reglugerð 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár
  • Fjallað um skýrsluhald í sauðfjárrækt, uppbygginu þess og grundvallaratriði sem standa þarf skil á við þátttöku í skýrsluhaldi
  • Farið yfir notkun á jord.is
  • Farið í grundvallaratriði varðandi sauðfjárbúskap og fóðrun og hirðingu sauðfjár.

Nánari upplýsingar má finna á www.mast.is

 

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar