Styrkir til áhugahópa og faglegs starfs

| .

Auglýst var á dögunum eftir umsóknum um styrki til ýmissa verkefna af safnliðum fjögurra ráðuneyta;  atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og velferðarráðuneytis.

Fyrirtæki, einstaklingar, félög eða samtök geta sótt um. Sviðið sem þessir styrkir taka til er nokkuð víðtækt og því um að gera fyrir hugmyndaríka sauðfjárbændur, sauðfjárræktarfélög eða fjallskilanefndir að sækja um.

Sem dæmi gæti fólk viljað sækja um styrk til að:

  • Koma upp aðstöðu fyrir ferðamenn við réttir.
  • Gera upp eða koma upp upplýsingaskiltum við réttir.
  • Þróa minjagripi úr hornum, klaufum og öðrum sauðfjárafurðum.
  • Vinna að sértæku markaðsstarfi.
  • Safna frásögnum af sauðfé.
  • Gefa út ljósmyndabók um sauðfé.

Opinberir aðilar geta ekki sótt um. Frestur til þess að sækja um þessa styrki er til 10. nóvember 2015. Hér er tengill á auglýsinguna.

 

Námskeið í gæðastýringu

| .

Tvö námskeið fyrir nýja aðila í gæðastýringu í sauðfjárrækt standa fyrir dyrum hjá Matvælastofnun. Að sækja slíkt námskeið er eitt af skilyrðum þess að komast inn í gæðastýringarkerfið.

Fyrra námskeiðið verður á Akureyri þann 10. Nóvember. Nánar tiltekið í Búgarði að Óseyri 2 kl. 10:00 – 17:00 en seinna námskeiðið verður að Stóra Ármóti þann 12. nóvember í sal BSSL kl. 10:00 – 17:00.

Smellið hér til að skoða frétt MAST um námskeiðin.

Hrútasýning Strandamanna um helgina

| .

Sauðfjárbændur í Strandasýslu blása til sinnar árlegu héraðssýningar á lambhrútum laugardaginn (10. október 2015) Félag sauðfjárbænda í Strandasýslu stendur fyrir héraðssýningu á lambhrútum laugardaginn 10. október 2015.

Veittar verða viðurkenningar fyrir bestu hrúta í hverjum flokki þegar dómnefnd hefur lokið störfum á Heydalsá, einnig verður veittur í fyrsta skipti glæsilegur farandbikar fyrir besta hrút sýningarinnar.Hverju búi er heimilt að mæta með allt að 5 hrúta til þátttöku en sýndir verða og dæmdir lambhrútar í flokkum hyrndra, kollóttra og mislitra.

Sýningarhald verður á tveimur stöðum: Sunnan varnarlínu að Bæ í Hrútafirði hjá Þorgerði og Gunnari kl. 11 og að Heydalsá hjá Ragnari og Sigríði kl. 15.Léttar veitingar verða á boðstólum auk þess sem Skíðafélag Strandamanna Hólmavík verður með kjötsúpu til sölu í fjárhúsunum á Heydalsá á 1.000 kr. ath. ekki verður posi á staðnum. Allir velkomnir.

Mynd: Ragnar Kristinn Bragason.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar