Garnaveikibólusetning í Héraðshólfi

Written by Sigurður Eyþórsson | .

Eins og fram kom í frétt Matvælastofnunar 5. nóvember s.l. var  garnaveiki staðfest á sauðfjárbúi í Héraðshólfi þann 3. nóvember. Í kjölfarið tók héraðsdýralæknir sýni á öðrum bæ í hólfinu og greindist garnaveiki einnig á honum. Héraðsdýralæknir hélt fund með bændum á svæðinu á miðvikudagskvöld þar sem hún greindi frá því að Matvælastofnun hyggist mæla með að skylt verði að bólusetja allt fé í Héraðshólfi, til að verja það gegn veikinni og hindra útbreiðslu hennar.

Sjá nánar hér.

Viðskiptasamningar við Ístex

Written by Sigurður Eyþórsson | .

Skráning ullar hefur verið opnuð á Bændatorginu.  Þeir sem skrá ull eru spurðir við skráningu hvort þeir vilji gera viðskiptasamning sem felur í sér að þeir ráðstafi hluta af ullarinnleggi sínu til hlutabréfakaupa í Ístex, gegn hærra ullarverði.  Samantekt um málið má finna hér á síðunni.  Hér má síðan nálgast bréf sem Ístex sendi öllum ullarframleiðendum um málið og einnig síðasta ársreikning Ístex.  Fjallað var jafnframt um málið í Bændablaðinu í gær (20. nóv - bls. 16) og á forsíðu blaðsins á undan (6. nóv).

Hafi einhver hafnað eða samþykkt viðskiptasamningi í gegnum Bændatorgið en vilji skipta um skoðun er hægt að gera breytingar með því að hafa sambandi við Guðjón Kristinsson framkvæmdastjóra Ístex í síma 566 6300.   Það sem af er hafa rúm 74% þeirra sem tekið hafa afstöðu til samningsins samþykkt hann.

 Hlutabréfakaupin sjálf munu eiga sér stað þegar að uppgjöri ullarinnleggs 2015 lýkur.  Gera má ráð fyrir að það verði um mánaðamótin ágúst-september.   

Borist hafa fyrispurnir um hvort hægt sé að kaupa bréf fyrir meira en viðskiptasamningarnir kveða á um þ.e. 27% af verðmæti ullarinnleggs.  Það verður hægt og þeir sem hafa áhuga á því eru beðnir að hafa samband við LS (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Slík kaup færu þá fram á sama tíma.

Skrifstofa LS lokuð 11.-20. nóv

Written by Sigurður Eyþórsson | .

Skrifstofa Landssamtaka sauðfjárbænda verður lokuð frá 11.-20. nóv. vegna leyfis framkvæmdastjória. Sé um brýn erindi að ræða má hafa samband við formann.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar