Fækkun sauðfjár skv. gögnum MAST

Written by Sigurður Eyþórsson | .

Matvælastofnun hefur nýlega birt á vef sínum búfjártölur vegna 2013.  Samkvæmt þeim tölum fækkaði sauðfé nokkuð á milli áranna 2012 og 2013, eða úr 476.262 gripum í 471.434.  Það er fækkun um ríflega 4.800 gripi eða rúmt 1%

Fækkun varð í öllum landshlutum nema Norðurlandi vestra, en þar er flest sauðfé í landinu, tæplega 109 þúsund.  Fjöldinn á Vesturlandi, Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi er svipaður eða á bilinu 75-80 þúsund. Fjöldinn er síðan rúm 45 þúsund á Vestfjörðum og 4.500 á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Átt er við vetrarfóðraðar kindur í öllum tilvikum hér að framan.

Geitum heldur hinsvegar áfram að fjölga.  Þeim fjölgaði úr 857 í 891 milli ára eða um tæp 4%.

Leiðrétting og samantekt

Written by Sigurður Eyþórsson | .

Sláturfélag Suðurlands hefur gefið út leiðrétta verðskrá.  Ekki er um verðbreytingu að ræða heldur leyndust villur í fyrri verðskrá.  Hér að neðan er búið að taka saman verðin sem birst hafa og reikna meðalverð. Í töflunni eru tenglar í verðskrárnar sjálfar.

2014 Lömb Annað Samtals
KS/SKVH       600 kr.       175 kr.    569,16 kr.
Norðlenska       599 kr.       175 kr.    568,46 kr.
SV       599 kr.       175 kr.    568,16 kr.
SS       598 kr.       174 kr.    567,81 kr.
SAH       598 kr.       176 kr.    567,41 kr.
Fjallalamb       590 kr.       183 kr.    560,73 kr.
       
Landsmeðaltal       599 kr.       175 kr.    567,98 kr.

Meðalverðið er landsmeðaltal fyrir vikur 34-45. Vægi einstakra vikna í verðinu byggir á sláturmagni og kjötmati á landinu öllu í sömu vikum haustið 2013.  Vægi afurðastöðva í landsmeðaltali er síðan eftir hlutdeild þeirra í slátrun á tímabilinu í heild. Heildarverð byggir sömuleiðis á vægi lambakjöts annarsvegar og kindakjöts hinsvegar í heildarslátrun á tímabilinu í heild. Raunverð sem einstakar afurðastöðvar greiða er síðan breytilegt, enda er niðurstaða kjötmats hjá hverri fyrir sig ekki sú sama og landsmeðaltalið, né heldur sláturmagn í einstökum vikum.  Af sömu ástæðum raunverð sem einstakir bændur fá líka breytilegt.  Allir bændur eru hvattir til að reikna út afurðaverð skv. forsendum þeirra bús.

Mat á ástandi beitilanda

Written by Sigurður Eyþórsson | .

Haustin eru góður tími til þess að meta ástand beitarlanda. Þá er hægt að meta hvaða áhrif sumarbeitin, og eftir atvikum beit liðinna ára, hefur haft á beitarlandið. Þrír bæklingar sem Landgræðslan hefur gefið út geta komið að notum í þessu sambandi. Þetta eru Sauðfjárhagar, Hrossahagar og Fróðleiksmolar um hrossabeit.

Sjá nánar hér á vef Landgræðslunnar.

 

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar