Kosning um endurskoðun sauðfjársamnings

| .

Kosið verður um samkomulag um breytingar á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá klukkan 12.00 á hádegi þann 25. febrúar til 12.00 á hádegi þann 4. mars.

Kjósa

Kosningarétt hafa félagsmenn í Bændasamtökum Íslands sem eru jafnframt með virkt bú í sauðfjárræktarskýrsluhaldi. Þá hafa félagsmenn í Landssamtökum sauðfjárbænda kosningarétt.

Við hvetjum alla sauðfjárbændur til að nýta sinn kosningarétt. 

Hér er hægt að kanna aðild að kjörskrá í gegnum rafrænana aðgang.

Athugið að til þess að geta kosið þarf að hafa aðgang að Íslykli eða vera með Rafræn skilríki. 

Hér má panta Íslykil (tekur enga stund ef hann er sendur í vefbanka/heimabanka)

Hér má kynna sér upplýsingar um rafræn skilríki

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag kosninga má finna á heimasíðu Bændasamtaka Íslands.

Aðalfundur og árshátíð LS 2019

| .

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda verður haldinn í Bændahöllinni dagana 4-5. apríl.

Árshátíð LS verður haldin kvöldið 5. apríl í Súlnasal á Hótel Sögu.  Ekki er farið að taka á móti pöntunum vegna árshátíðar, en fyrirkomulag þess verður kynnt nánar þegar nær dregur.

Eins og áður er takmarkaður fjöldi herbergja tekin frá fyrir árshátíðargesti og því um að gera að tryggja sér herbergi sem fyrst.

Kynningarfundur um sauðfjársamning

| .

FUNDARBOÐ

Landsamtök sauðfjárbænda og Bændasamtök Íslands standa fyrir opnum kynningarfundi um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar.

Félagsheimilið Heimaland, V-Eyjafjöll

Miðvikudaginn 13. febrúar klukkan 20.30

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar